1. vinningur á Íslandi!
Árið endar heldur betur vel hjá einum heppnum miðahafa á Íslandi sem nældi sér í 1. vinning í Vikinglotto í kvöld! Vinninginn fær hann óskiptan þar sem hann var sá eini með allar tölur réttar og fær hann rúmar 642 milljónir króna í vasann. Miðinn var keyptur á lotto.is
Þá var einn Norðmaður með 2. vinning sem fær rúmar 20,2 milljónir í vinning.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hvor í vinning. Annar miðinn er í áskrift og hinn var keyptur í Lottó appinu.