Fréttir

lotto

Eignamyndun breytist á augabragði

4. Jun 2025, 08:34

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði unnið. Það eina sem hann gat sagt var: „Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“

Lottópotturinn síðastliðinn laugardag var fjórfaldur og í honum voru rúmar 54 milljónir króna. Rúmlega 7.000 manns fengu vinning í útdrættinum, en fimmtugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu var þó heppnastur allra, þar sem hann var sá eini sem hafði allar fimm tölurnar réttar og hlaut því fyrsta vinning óskiptan – 54,5 milljónir króna, skattfrjálst. Miðann góða keypti hann á vefnum lotto.is og valdi tölurnar sjálfur.

„Ég er bara ekki enn að trúa þessu. Að geta séð fram á að eignast íbúðina mína og leyft mér að kaupa nýjan bíl er eitthvað sem ég átti ekki von á að geta gert – svona bara allt í einu. Ég er enn orðlaus, en um leið ótrúlega þakklátur.“

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Lottó - Einn með 1. vinning!

Heppinn Lottó spilari var einn með 1. vinning í Lottó útdrætti vikunnar og fær hann rúmar 21 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði er í áskrift. Enginn var með bónusvinning kvöldsins. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónu... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - tvöfaldur næst!

Hvorki 1. vinningur né bónusvinningurinn gengu út í Lottó útdrætti vikunnar og verða því báðir þessir vinningsflokkar tvöfaldir næsta laugardag. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Einn miðinn var keyptur í Lott... Lesa meira

lotto

Lottó - Einn með vinning upp á 53,8 milljónir

Heppinn Lottó spilari var einn með 4faldan 1. vinning í Lottó útdrætti vikunnar og fær hann rúmar 53,8 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn góði er í áskrift. Fimm miðahafar voru með bónusvinninginn sem færir hverjum þeirra rúmar 127 þúsund krónur. Einn er í áskrift, þrír keyptu á vefnum okkar lotto.is og einn í appinu.... Lesa meira

lotto

Lottó - 4faldur næst!

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn nældi sér í hann í þetta skipti. Fjórir miðahafar voru með bónusvinninginn sem færir hverjum þeirra rúmar 127 þúsund krónur. Einn miðinn var keyptur á N1 Háholti, einn á Jolli í Hafnarfirði, einn á lotto.is og einn er í áskrift. Jókerinn fór ekki út í þett... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - 2faldur næst!

Fyrsti vinningur gekk ekki út í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því tvöfaldur í næsta útdrætti. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra rúmar 171 þúsund krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Olís Ánanaustum en hinn miðinn er í áskrift. Enginn var með allar tölur réttar og í réttr... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir