Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í útdrætti vikunnar en tveir skiptu með sér hinum al- íslenska 3. vinningi og fær hvor um sig rúmlega 1,8 milljón króna. Annar miðinn var keyptur í Skalla við Hraunbæ í Reykjavík en hinn er í áskrift.
Enginn var með 1. vinning í Jóker er fjórir nældu sér í í 2. vinning sem hljóðar upp á 125 þúsund krónur. Tveir miðanna eru í áskrift, einn var keyptur á lotto.is og einn í Vídeómarkaðnum við Hamraborg í Kópavogi.
Fjöldi vinningshafa á Íslandi var 6,559.