Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna en einn var með hinn íslenska 3. vinning og fær hann rétt tæpar tvær milljónir í vinning. Miðinn er í áskrift. Þá voru fjórir með 4. vinning sem gefur þeim rúmlega 120 þúsund í aðra hönd, tveir voru keyptir í appinu, einn á lotto.is og einn er í áskrift.
Af Jóker er það að segja að enginn nældi í 1. vinning en þrír voru með 2. vinning sem hljóðar upp á 125 þúsund kall. Einn miðinn var keyptur í Euro Market við Hamraborg í Kópavogi en hinir tveir í appinu.