Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Vikinglotto útdrættinum að þessu sinni en tveir voru með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hvor rúmlega 1,7 milljón króna í sinn hlut. Annar miðinn er í áskrift og hinn var keyptur í appinu.
Jókerinn gekk ekki út í kvöld en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hver. Tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur í Lottó appinu.
Fréttir
vikinglotto
Vikinglotto - úrslit 6. ágúst
6. Aug 2025, 17:54