Fréttir

getraunir

Fékk tæpar 7 milljónir á Enska getraunaseðilinn eftir 15 ár

7. Nov 2023, 14:15

Einn tippari á Íslandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær tæpar 7 milljónir króna í sinn hlut.  Tipparinn tippar hjá Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík og hefur gert það síðastliðin 15 ár.  „Tipparinn kom til okkar fyrir 15 árum síðan með kerfismiða upp á 141 röð og bað okkur um að setja raðirnar inn vikulega. Þessar raðir hafa verið í kerfinu okkar allan þennan tíma og við höfum sett þær inn samviskusamlega síðan í hverri viku“, sagði Þorgeir Ingólfsson einn umsjónarmanna með getraunastarfi ÍFR. „Á laugardaginn þegar ég sá að það var ein röð með 12 réttum þegar síðasti leikur getraunaseðilsins var að hefjast tékkaði ég á hver það var og hafði svo samband við tipparann. Hann hafði ekki verið að fylgjast með, en varð ansi spenntur þegar ég sagði honum að hann væri með 13 rétta ef Newcastle myndi vinna Arsenal. Sú varð raunin og tipparinn tæpum 7 milljónum ríkari“ sagði Þorgeir. 

Til gamans má geta þess að kostnaður við seðilinn á þessum 15 árum er tæpar tvö þúsund krónur á viku eða rúmar 1,5 milljón króna samtals en auk stóra vinningsins hafa komið nokkrir smærri vinningar á hann í gegnum árin. Það má því segja í þessu tilfelli að þolinmæðin borgi sig.  

Sala getrauna hefur í fjölda ára verið mikilvægur þáttur í fjáröflun ÍFR og geta áhugasamir haft samband við félagið vilji þeir kaupa getraunaseðil í Enska boltanum eða gerast áskrifendur.  

getraunir

Gjöfult í getraunum

Einn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og hlýtur hann um 2 milljónir króna í vinning. Tipparinn var með níu leiki tvítryggða, einn leik þrítryggðan sem var leikur Man. Utd – Fullham og þrjá leiki með einu merki. Fjórir tipparar voru svo með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fá þeir rúmlega 500 þúsund krón... Lesa meira

getraunir

XG hættir

Ákveðið hefur verið að hætta að bjóða upp á leikinn XG sem hefur verið rekinn í samstarfi við Svenska Spel síðan haustið 2022. Það er sameiginleg ákvörðun fyrirtækjanna að hætta með leikinn og verður uppsafnaður vinnings pottur XG notaður til að búa til risapotta á Getrauna seðlum í samstarfi við Svenska Spel. Síðasti ... Lesa meira

getraunir

1x2

Glúrinn tippari vann 940.000 krónur í Enska

Glúrinn tippari af vesturlandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Fær hann rúmar 940.000 krónur í vinning.  Tipparinn tvítryggði sex leiki og þrítryggði tvo leiki og var með eitt merki á 5 leikjum og kostaði getraunaseðillinn 7.488 krónur.

getraunir

Úrslit seðla annan í jólum

Rétt röð og áætlaðar vinningsupphæðir fyrri enska seðils í viku 52 eru hér að neðan. Leikirnir vour spilaðir 26. desember. 121-112-XX1-1112 Rétt röð í XG annan í jólum 432-311-041-3312

getraunir

Getraunaseðlar um hátíðir

Getraunaseðlar verða með eftirfarandi hætti um jól og áramót. Fimmtudagur 26 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 250 milljónir króna. Þessi seðill gildir ekki í umspili hópleiks. Sunnudagur 29 desember verður Enski getraunaseðillinn og risapottur í boði upp á 175 milljónir. Þessi seðill g... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir