Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rétt tæpar 10 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra 150.960 kr. Tveir miðanna eru í áskrift en sá þriðji var keyptur í Lottó appinu.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrættinum en sjö miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Ísbúðinni, Glerártorgi á Akureyri, Skalla í Hraunbæ, Reykjavík, Olís á Selfossi, lotto.is og þrír eru í áskrift.
Fréttir
lotto
Lottó: Fyrsti vinningur til Þorlákshafnar!
7. Dec 2024, 19:24