Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í útdrætti vikunnar og nálgast upphæð 1. vinnings milljarðinn í næstu viku. Fimm skiptu með sér hinum al-íslenska 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 330 þúsund krónur; einn miðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni, tveir á lotto.is, einn í Appinu og einn er í áskrift.
Einn var með 2. vinning í Jóker og fær hann 125 þúsund kall í vasann, miðinn var keyptur í Appinu.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 5,928.