Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en þrír miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 75 milljónir króna í vinning. Einn miðinn var keyptur í Noregi, einn í Þýskalandi og einn í Króatíu. Þá voru níu miðahafar með 3. vinning og hver þeirra hlýtur rétt rúmar 14 milljónir króna. Fimm miðar voru keyptur í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð, einn í Noregi og einn í Slóveníu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 125 þúsund krónur í vinning. Einn miðinn var keyptur á N1 á Reykjavíkurvegi og einn miðinn er í áskrift.